Topplið Chelsea gerði jafntefli við Burnley í síðustu umferð, úrslit sem fáir sáu fyrir. Ekki hefur verið sami kraftur í Leicester eins og síðustu ár en liðið er erfitt heim að sækja.

Um miðjan dag færist svo athyglin yfir til Watford þar sem Manchester United verður í heimsókn, tuttugu faldir Englandsmeistarar eru í krísu. Fari United ekki með sigur af hólmi er ljóst er Ole Gunnar Solskjær gæti misst starf sitt sem knattspyrnustjóri liðsins.

Stærsti leikur laugardagsins fer svo fram á Anfield þegar líða fer að kvöldi, Arsenal heimsækir þá Liverpool. Bæði lið hafa spilað vel á þessu tímabili og Arsenal hefur verið á miklu skriði undanfarnar vikur. Liverpool er hins vegar erfitt heim að sækja og má búast við fjörugum leik.

Dagskráin í enska boltanum í dag:

12:30 Leicester City - Chelsea

15:00 Aston Villa - Brighton & Hove Albion

15:00 Burnley - Crystal Palace

15:00 Newcastle United - Brentford

15:00 Norwich City - Southampton

15:00 Watford - Manchester United

15:00 Wolverhampton Wanderers - West Ham United

17:30 Liverpool - Arsenal