Fótbolti

„Bolt yrði góður bakvörður“

Stórþjálfarinn Vicente Del Bosque hefur trú á því að Usain Bolt geti orðið góður fótboltamaður.

Bolt í leik með Central Coast Mariners. Fréttablaðið/Getty

Usain Bolt hefur reynt fyrir sér í fótbolta eftir að hlaupaskórnir fóru á hilluna. Hann fékk á dögunum hvatningu úr óvæntri átt; frá Vincente Del Bosque sem gerði Spán að heims- og Evrópumeisturum.

„Hann gæti orðið góður fótboltamaður,“ sagði Del Bosque og bætti við að bakvarðastaðan myndi henta Jamaíkumanninum best.

„Hann gæti passað vel inn í lið sem beitir skyndisóknum og sækir hratt í opin svæði. Hann gæti orðið góður bakvörður sem dekkar stórt svæði. Hann myndi örugglega njóta sín vel við hliðarlínuna, nálægt áhorfendum.“

Bolt fékk að æfa með Borussia Dortmund og er núna á mála hjá Central Coast Mariners í Ástralíu.

„Ég sé mjög jákvæðan leikmann. Hann er viðkunnanlegur og alltaf brosandi. Það er eins og hann sé að upplifa æskudrauminn,“ sagði Del Bosque um fótfráasta mann jarðarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fótbolti

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Fótbolti

Ramos vill fá meistarahringa frekar en medalíur

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Albert valinn í úrvalslið vikunnar

Auglýsing