Valgeir Sigurðsson sem situr í stjórn KSÍ lagði fram áhugaverða bókun á fundi stjórnar 1 október. Var það síðasti fundur fyrrum stjórnar. Valgeir hafði sagt starfi sínu lausu líkt og öll stjórnin en var endurkjörin til bráðabirgðar á aukaþingi sambandsins.

Þrír úr gömlu stjórninni buðu sig aftur fram. Vakti það furðu margra að fólk sem hafði sagt af sér væri að snúa aftur á þessum tímapunkti. Valgeir, Ingi Sigurðsson og Borghildur Sigurðardóttir tóku öll sæti í nýri stjórn eftir að hafa skömmu áður sagt af sér.

Gamla stjórnin hafði sagt af sér eftir að sambandið var sakað um að hylma yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Stjórnin hafði ætlað að sitja áfram en hafði komið Guðna Bergssyni formanni úr starfi. Taldi stjórnin að það myndi bjarga þeim en sólarhring síðar féll stjórnin við næsta áhlaup.

Valgeir kvaddi sína gömlu félagi með bókun á fundi stjórnar sem túlka má sem hálfgert ljóð.

Bókun Valgeirs:

Ég Valgeir Sigurðsson legg fram eftirfarandi bókun á fundi stjórnar KSÍ þann 1. október 2021.
Ég veit auðvitað miklu betur eftir að hafa setið í þessari stjórn í um fjögur ár.
Ég veit að ég hef starfað með góðu og öflugu fólki, fólki sem gefið hefur mikið af sínum tíma til þeirra sjálboðaliðastarfa sem það var kjörið til,
fólki sem bað aldrei um neitt fyrir sig, fólki sem hefur mikla reynslu og þekkingu, fólki sem hefur lagt mikið á sig, fólki sem lagt hefur mikið af mörkum.
Fólki sem knattspyrnuhreyfingin má vera stolt af. Fólki sem ég sjálfur er stoltur af að hafa starfað með.
Ásgeir Ásgeirsson, missir fótboltans er mikill !
Gísli Gíslason, missir fótboltans er mikill !
Magnús Gylfason, missir fótboltans er mikill !
Ragnhildur Skúladóttir, missir fótboltans er mikill !
Þorsteinn Gunnarsson, missir fótboltans er mikill !
Guðjón Bjarni Hálfdánarson, missir fótboltans er mikill !
Jóhann Króknes Torfason, missir fótboltans er mikill !
Bjarni Ólafur Birkisson, missir fótboltans er mikill !
Björn Friðþjófsson, missir fótboltans er mikill !
Jakob Skúlason, missir fótboltans er mikill !
Tómas Þóroddsson, missir fótboltans er mikill !
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Þakka ykkur öllum innilega fyrir samstarfið.