Franska staðarblaðið Le Parisien greinir frá því að Nikola Karabatic, einn allra besti handboltamaður sögunnar íhugi nú að leggja skóna á hilluna eftir að núverandi samningur hans við franska stórliðið Paris Saint-Germain rennur út eftir yfirstandandi tímabil.

Karabatic verður þá 39 ára gamall en hann hefur á sínum ferli skarað fram úr með franska landsliðinu sem og hinum ýmsu félagsliðum á Þýskalandi, Spáni og í heimalandinu sínu Frakklandi.

Hann á að baki yfir 300 leiki fyrir franska landsliðið og hefur þrisvar sinnum orðið ólympíumeistari með liðinu, fjórum sinnum heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari.

Það yrði því um sannkölluð kaflaskil í handboltaheiminum að ræða ef hann tekur þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna en samkvæmt frétt Le Parisien mun hann annað hvort hætta eða framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain.