Mexíkanska knattspyrnusambandið samþykkti í gær að aðdáendur sem sungu niðrandi söngva um samkynhneigða á knattspyrnuleikjum þar í landi yrðu dæmdir í fimm ára bann.

Knattspyrnusambandið hefur legið undir gagnrýni enda tíðkast það í Mexíkó að syngja slíkan söng um markmann andstæðinganna þegar hann sparkar frá sér boltanum.

Næstu leikir karlaliðs Mexíkó áttu að fara fram fyrir luktum dyrum eftir að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ákvað að banna áhorfendur á leikjunum í von um að stöðva þessa hegðun stuðningsmannana.

Í undankepni HM 2018 var Mexíkó sektað af FIFA vegna þessarar hegðunar í öllum átta heimaleikjum Mexíkó.

Nýja reglugerðin nær til innlendra og alþjóðlegra leikja.