Lavern Spicer, ein af frambjóðendum Repúblikanaflokksins í Flórída í síðustu kosningum, furðar sig á því á Twitter í gær að Kyrie Irving sé bannað að leika í NBA-deildinni vegna afstöðu til bóluefna.

Hún nefnir í því samhengi að NBA-deildin hafi leyft Magic Johnson að leika með Los Angeles Lakers eftir að hafa greinst með HIV.

Irving hefur til þessa neitað að þiggja bóluefni og hefur lið hans, Brooklyn Nets, sett honum afarkosti.

Annað hvort þiggi hann bóluefni eða verði ekki með liðinu í vetur.