Breiðablik og Víkingur Reykjavík get nælt sér í góðar fjárhæðir fyrir að sigra andstæðinga sína í annari umferð undankeppni Samandsdeildarinnar í þessari viku.

Víkingur vann fyrri leik sinn hér heima gegn The New Saints frá Wales, 2-0. Seinni leikurinn fer fram nú klukkan 17:15.

Breiðablik vann 2-0 sigur á Buducnost frá Svartfjallalandi hér heima. Seinni leikurinn fer fram í Svartfjallalandi á fimmtudag.

Víkingur hefur unnið sér inn 910.000 evrur það sem af er. Það jafngildir 127 milljónum íslenskra. Breiðablik hefur tryggt sér 550 þúsund evrur, um 76 milljónir króna. Víkingur fékk hærri fjárhæðir fyrr í Evrópukeppninni, þar sem liðið tók þátt í fyrstu stigum Meistaradeildar Evrópu.

Fari Víkingur og Breiðablik áfram úr annari umferð, tryggja félögin sér 300 þúsund evrur, um 41 milljón króna.