Nú þegar 17. umferðum er lokið í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu hafa 204 íslenskir leikmenn tekið þátt á Íslandsmótinu þetta sumarið. Þetta kemur fram í úttekt knattsyrnuáhugamannsins Leifs Grímssonar á twitter-síðu hans.

Leifur hefur sundurliðað hvaða félög eiga flesta uppalda leikmenn í deildinni og enn fremur hvaða félag hefur átt flesta markaskorara á yfirstandandi leiktíð.

Þar kemur fram að Breiðablik á flesta uppalda leikmenn í deildinni og Völsungur á heiðurinn af flestum mörkum í deildinni. Þá á KR sem trónir á toppnum sex uppalda leikmenn í deildinni að þessu sinni.

Hér að neðan má sjá niðurstöður úr tölfæðiúttekt Leifs: