Breiðablik mætir tékkneska liðinu Sparta Praha í kvöld í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli.

Um er að ræða lang sterkasta lið Tékklands sem hefur unnið tékkneska meistaratitilinn tíu sinnum á síðustu tólf árum.

Er þetta í fjórða sinn sem Blikar komast í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu en til þessa hafa Blikar ekki komist áfram í sextán liða úrslitin.

Tékkneska liðið hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Evrópu þar sem liðið hefur einu sinni komist áfram úr 32-liða úrslitunum á síðustu fimm árum.