Þetta var fyrri leik liðanna í annarri umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla.

Heimamenn komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik en þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum vildu Blikar fá vítaspyrnu þegar Gísli Eyjólfsson féll í vítateig austurríska liðsins eftir viðskipti við leikmann Austria Wien.

Það var svo Alexander Helgi Sigurðarson sem jafnaði metin fyrir Breiðablik með marki sínu í upphafi seinni hálfleiks. Alexander Helgi í færi eftir laglegt samspil við Árna Vilhjálmsson og kláraði færið af stakri prýði.

Liðin mætast á nýjan leik á Kópavogsvellinum eftir slétta viku en sigurliðið mætir Aberdeen eða Häcken í næstu umferð.

Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli