Breiðablik tryggði sig í kvöld áfram í næstu umferð Sambandsdeildar UEFA þrátt fyrir tap gegn FK Buducnost Podgorica í Svartfjallalandi. Spilað var við erfiðar aðstæður í ytra þar sem hitinn mældist yfir 30 gráður á celsius.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri Breiðabliks á Kópavogsvelli í síðustu viku og því fóru Blikar inn í leik kvöldsins með fína forystu.

Mikið jafnfræði var með liðinum í upphafi leiks og þau sköpuðu sér bæði færi til þess að komast yfir í en hvað Blika varðar var Anton Ari Einarsson, markvörður liðsins í banastuði í Podgorica í kvöld.

Hann náði hins vegar ekki að koma í veg fyrir fyrsta mark kvöldsins sem heimamenn í FK Buducnost Podgorica skoruðu á 37. mínútu. Það gerði Branislav Jankovic og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.

Staðan í einvígi liðanna var því 2-1 þegar síðari hálfleikur fór af stað, Blikum í vil og ljóst að heimamenn í Buducnost þyrftu annað mark til að knýja fram framlengingu.

Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn hins vegar af miklum krafti og á 51. mínútu slapp Ísak Snær Þorvaldsson inn fyrir vörn gestanna þar sem hann elti uppi frábæra stungusendingu Viktors Karls Einarssonar.

Ísak Snær var pollrólegur á boltanum, skaut á milli lappa varnarmanns Buducnost og framhjá Milos Dragojevic sem varði mark heimamanna. Staðan því orðin 1-1 í leik kvöldsins og 3-1 Breiðablik í vil í einvíginu.

Heimamenn lögðu hins vegar ekki árar í bát og á 86. mínútu náði Vladan Adzic að koma heimamönnum 2-1 yfir í leiknum og minnka muninn í 3-2 í einvíginu. Nær komust gestirnir hins vegar ekki.

Því er það Breiðablik sem heldur áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar eftir 3-2 sigur úr leikjum einvígisins á meðan að FK Buducnost Podgorica er úr leik þetta árið.

Blikar mæta tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í næstu umferð Sambandsdeildarinnar þar sem meðal annars má finna Mesut Özil, fyrrum leikmann Real Madrid og Arsenal. Fyrri leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn í næstu viku.

Auk Breiðabliks verður Víkingur Reykjavík einnig fulltrúi íslenskra félagsliða í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Víkingar mæta pólska stórliðinu Lech Poznan í næstu umferð