Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við dansk-kólumbíska varnarmanninn Mikkel Qvist en hann kemur í Kópavoginn Horsens í Danmörku.

Qvist hefur hins vegar undanfarin tvö sumur leikið með KA á láni frá danska félaginu.

Mikkel sem er örvfættur varnarmaður og er hann 2,03 á hæð mun hitta nýja félaga sína í Blikaliðinu á æfingamóti í Portúgal, Atlantic Cup, í byrjun febrúar.

Fyrir hjá Blikum eru miðverðirnir Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson og Elfar Freyr Helgason.

Samkeppnin verður því hörð um miðvarðarstöðuna hjá Breiðabliki þegar Qvist bætist í hópinn.