Ástandið er ljómandi gott, það eru allir í toppformi," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks um stöðu mála hjá Blikum í viðtali við Benna Bó í Íþróttavikunni en Blikar unnu góðan sigur á KR í annari umferð Bestu deildarinnar.

Blikar taka á móti FH á sunnudag í stórleik og getur með sigri haldið áfram á góðu skriði í deildinni. Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðinar og mætir vængbrotnu FH-liði.

„Við getum ekki verið að mæla okkur á móti FH þegar kemur að því að safna titlum, við vitum að þetta verður erfiður leikur," segir Óskar Hrafn en Blikar hafa unnið efstu deild einu sinni en FH hefur raðað inn titlum í gegnum tíðina.

Blikar spiluðu þéttan og agaðan varnarleik gegn KR og stjórnuðu ekki leiknum eins og vaninn er þegar Blikar eru annars vegar.

„Þú ferð í alla leiki til að reyna að hámarka frammistöðuna, í KR-leiknum þróaðist hann þannig að við spiluðum eins og við spiluðum. Grunn prinspin í Breiðablik hafa veirð þannig, við leggjum okkur fram, við hlaupum, við þjáumst saman og berjumst. Mér fannst þau vera til staðar.“

„Í grunninn viljum við stjórna leikjum, það heppnast ekki alltaf. Við mætum þannig gegn FH, við ætlum að taka frumkvæðið frá fyrstu mínútu.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.