Öku­menn í For­múlu 1 munu þurfa að fá skrif­legt leyfi frá Al­þjóða akstur­s­í­þrótta­sam­bandinu (FIA) hyggist þeir gefa út pólitíska yfir­lýsingu með einum eða öðrum hætti. Frá þessu hefur FIA greint.

For­múla 1 er móta­röð undir reglu­verki FIA og munu sömu reglur gilda um aðrar mótaraðir sam­bandsins.

Gefi öku­menn út pólitískar yfir­lýsingar án þess að hafa fengið til­skilið leyfi fyrir því gætu þeir átt yfir höfði sér refsingu.

Sjö­faldi heims­meistari Mercedes, Sir Lewis Hamilton, sem og fjór­faldi heims­meistarinn Sebastian Vet­tel, sem yfir­gaf móta­röð sína eftir síðasta tíma­bil eru á meðal þeirra sem hafa reglu­lega verið með pólitískar yfir­lýsingar sam­hliða störfum sínum sem For­múlu 1 öku­menn.

Hamilton, sem hefur verið ötull bar­áttu­maður fyrir mann­réttindum og fjöl­breyti­leika, klæddist meðal annars svörtum stutt­erma­bol fyrir Toskana­kapp­aksturinn 2020 með orðunum „Hand­takið lög­reglu­mennina sem drápu Breonnu Taylor“ framan á.

Þá hefur Hamilton einnig kallað eftir breytingum í Sádi-Arabíu og í tengslum við keppnis­helgi For­múlu 1 þar á þessu ári greindi hann frá því að hann væri hneykslaður á því að heyra um fjölda­af­tökur í ríkinu. Þá hefur hann keppt í Mið­austur­löndum með regn­boga­litaðan hjálm til stuðnings bættum réttindum hin­segin fólks.

Sebastian Vet­tel hefur einnig notaði vett­vang sinn sem öku­maður í For­múlu 1 til þess að varpa ljósi á réttinda­bar­áttu hin­segin fólks sem og til að vekja at­hygli á þeim á­skorunum sem heims­byggðin stendur frammi fyrir vegna lofts­lags­breytinga.

Með nýjum reglum FIA er verið að herða ó­lina á öku­mönnum For­múlu 1 sem og annarra mótaraða. Spurningin nú er hvort öku­menn láti þetta ganga yfir sig eða berjist á móti.