Starfs­fólk Stúdenta­kjallarans hefur undan­farnar vikur orðið fyrir hrotta­legum dóna­skap og ógnandi hegðun af völdum fót­bolta­á­huga­fólks sem sækir staðinn heim til að horfa á fót­bolta­leiki í beinni út­sendingu. Þetta segir í færslu sem birtist frá starfs­fólki staðarins á Face­book.

Stúdenta­kjallarinn er veitinga­staður, kaffi­hús, skemmti­staður og bar á Há­skóla­torgi í Há­skóla Ís­lands. Staðurinn er öllum opinn og er hann vin­sæll hjá fólki bæði innan og utan há­skóla­sam­fé­lagsins.

Í færslunni sem birtist á vef­svæði Stúdenta­kjallarans á Face­book segir að hópur fót­bolta­á­huga­fólks hafi komið fram við starfs­fólk staðarins með hrotta­legum dóna­skap og ógnandi hegðun. Hópurinn eyði­leggi fyrir öðrum.

,,Við reynum að hafa Stúdenta­kjallaran eins öruggan fyrir gesti og starfs­fólk og hægt er, en því miður þá eru þessi smái hópur að eyði­leggja fyrir öðrum sem vilja sitja og sötra yfir bolta­leik dagsins.

Það er mjög ein­falt að vera góð og kær­leiks­rík manneskja, og ég bið ykkur ein­fald­lega um að hegða ykkur eins og full­orðna fólkið sem þið eruð."

Þá er greint frá því að ef for­ráða­fólk staðarins fái til­kynningu um dóna­lega og/eða ógnandi hegðun í garð starf­sólks, muni verða hætt að sýna fót­boltann um ó­á­kveðinn tíma.