Björn Þor­finns­son rit­stjóri DV segir í pistli frá ó­trú­legum senum úr ung­versku stúkunni þegar ís­lensku strákarnir heilluðu alla á­horf­endur þrátt fyrir grimmi­legar að­stæður.

Björn dreif sig á­samt fjöl­skyldunni til Búda­pest til að fylgjast með ís­lenska karla­lands­liðinu í hand­bolta. Hann var upp­fullur af von þegar miðar voru keyptir en fljót­lega barst honum fréttir af Co­vid-smitum.

Á leik Ís­lands gegn Dönum fann Björn fyrir miklum hroka frá stuðnings­mönnum Dana sem töldu leikinn auðunninn. „Það var eigin­lega alveg unaðs­legt að fylgjast með okkar mönnum stíga upp og berjast allir sem einn þrátt fyrir þau á­föll sem dunið höfðu á liðinu,“ skrifar Björn í færslunni.

Þrátt fyrir að Danir hafi að lokum unnið leikinn segir Björn að það hafi verið greini­legt á öllum í höllinni hvaða lið var sigur­vegari leiksins.

Sögulegur sigur gegn Frökkum


Fram að leiknum gegn Frökkum bættust við tvö smit hjá lykil­leik­mönnum. „Því voru væntingarnar enn hóf­stilltari fyrir leikinn í gær,“ skrifar Björn.

Það reyndust þó vera ó­þarfar á­hyggjur þar sem Ís­lendingar gáfu auð­vitað ekkert eftir þrátt fyrir á­föllin. Fljótt var þraut­seiga þeirra búin að hrífa alla höllina með sér.

„Eftir því sem ís­lensku mörkunum fjölgaði fann maður glöggt að Ís­lendingar voru að vinna á­horf­endur á sitt band og fljót­lega voru Ung­verjarnir í kringum okkur farnir að öskra með hverju ís­lensku marki og snúa sér að okkur til að fá háar fimmur við hvert tæki­færi,“ segir Björn. Í stúkunni heyrði Björn Ung­verja og Króata dá­sama ís­lenska liðinu af á­kafa.

Björn taldi jafn­vel Frakkana hafa heillast af and­stæðingum sínum. „Þeir voru hljóð­látir en að sama skapi virtust þeir ekkert sér­stak­lega von­sviknir með það sem þeir urðu vitni að, svo sögu­legur var þessi sigur í ljósi að­stæðna,“ skrifar hann.

Þá segir Björn ís­lensku leik­mennina hafa lagt sitt af mörkum við að halda uppi stemningu í höllinni. „Maður fékk í­trekaða gæsa­húð, ekki síst þegar að ein­hvers­konar túr­bó­út­gáfa af víkinga­klappinu dáða var keyrð í gegn og höllin tók undir. Þetta voru lygi­legar senur,“ skrifar hann.

Lesa má frá­sögn Bjarnar í heild sinni á DV.