Björn Bergmann Sigurðarson skrifaði í dag undir hjá APOEL og kemur til liðsins á láni frá Rostov í Rússlandi.
Orðrómur barst um að Skagamaðurinn væri á förum frá Rostov fyrir nokkrum vikum og hafa félagsskipti hans nú verið staðfest.
Með því eru allir fjórir íslensku leikmennirnir farnir frá Rostov í bili en Björn og Viðar Örn Kjartansson eru enn samningsbundnir rússneska félaginu þrátt fyrir að vera á láni hjá öðrum félögum.
Félagið er það sigursælasta í Kýpur með 28 meistaratitla og eru handhafar meistaratitilsins. Gengið þetta tímabil hefur ekki verið jafn gott en félagið gæti enn varið meistaratitilinn í úrslitakeppninni.