Björgvin sem fæddist í apríl árið 1953 varð Íslandsmeistari í flokki 65 ára og eldri í sumar. Björgvin, sem hafði barist við krabbamein. Hann lætur eftir sig eiginkonu sína Jónu Dóru Kristinsdóttur.

Björgvin var sexfaldur Íslandsmeistari í golfi og næst sigursælasti kylfingur á Íslandsmóti í karlaflokki. Hann landaði sínum fyrsta titli árið 1971 en frá 1973 til 1977 varð hann Íslandsmeistari fimm ár í röð. Slíkt afrek hefur engum tekist að leika eftir.

Síðasta laugardag var Björgvin sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ. Auk afreka á golfvellinum hefur hann verið virkur í leiðtogastörfum innan íþróttahreyfingarinnar. Hann sat meðal annars í stjórn Golfklúbbs Akureyrar 1967-1969 og í stjórn Golfsambands Íslands 1998 – 2002.

Björgvin sat í Áfrýjunardómstól ÍSÍ og var kjörinn á Íþróttaþingum ÍSÍ til starfa hjá dómstólnum síðastliðin ríflega tuttugu ár.

Í sumar hóf Golfsamband Íslands að veita sérstaka Björgvinsskál á Íslandsmótinu í golfi. Besti áhugamaðurinn á Íslandsmótinu fær verðlaunin sem eru til heiðurs Björgvini.

Björgvin tók þátt á Íslandsmótinu í sumar og gaf yngri kylfingum ekkert eftir. Afrek hans munu lifa um ókomna tíð á meðal kylfinga á Íslandi.

Björgvin greindist með krabbamein árið 2015 og var þá bannað að nota golfbíl á Íslandsmótinu. Hann hóf leik á mótinu en hætti leik eftir sex holur.

Ég veit ekki hvort von­brigði er orðið yfir það, ég er eig­in­lega gáttaður á fram­komu stjórn­ar­manna og þeirra sem ráða inn­an Golf­sam­bands Íslands. Mér finnst þetta vera íþrótt­inni til skamm­ar hvernig þeir koma fram,“ sagði Björg­vin við Morgunblaðið árið 2015.