Björgvin Karl Guðmundsson, Crossfit-kappi er vonsvikinn eftir nýafstaðna heimsleika Crossfit þar sem hann endaði í 9. sæti, langt undir því marki sem hann hafði stefnt að. Björgvin hatar að hafa ekki náð settu marki en heitir því að koma sterkari til baka.

,,Ég ætti kannski að byrja á því að segja að 9. sæti er minn versti árangur síðan árið 2014,“ segir Björgvin í færslu á samfélagsmiðlum. ,,Það að segja að ég sé vonsvikinn er staðhæfing sem er vægari en efni standa til ef ég á að vera hreinskilinn.“

,,Ég hata að hafa ekki náð settu marki en að sama skapi er 9. sæti ekki “slæm“ niðurstaða, það er bara ekki það sem ég sóttist eftir. Ferð mín að því markmiði að vinna heimsleikana heldur áfram.“

Björgvin segist elska Crossfit íþróttina meira en nokkru sinni áður. ,,Ég mun ávallt setja hjarta og sál í að reyna sigra heimsleikana. Ég er langt frá því að vera búinn og efast ekki um mína getu. Ég gerði mistök en einnig vel á heimsleikunum í ár en flest það sem ég tek með mér heim eru hlutir sem þarf að laga.“

,,Egóið mitt verður sært næstu daga en þegar að þetta verður allt komið úr kerfinu get ég hafið undirbúning fyrir næsta tímabil.“