Björg­vin Páll Gústavs­son, lands­liðs­mark­vörður Ís­lands í hand­bolta svarar gagn­rýn­endum lands­liðsins í færslu sem hann birtir á sam­fé­lags­miðlum í kvöld. Hann þver­tekur fyrir yfir­lýsingar sér­fræðinga um að lands­liðið sé karakter­laust og segir menn vera gefa allt í lands­liðs­verk­efnin, klæðist lands­liðs­treyjunni með stolti.

Ís­lenska lands­liðið í hand­bolta féll úr leik á HM í hand­bolta í milli­riðlum og hefur liðið, og sér í lagi þjálfari þess Guð­mundur Guð­munds­son, fengið á sig mikla gagn­rýni í kjöl­farið.

,,Það merki­legasta sem við gerum er að klæðast lands­liðs­búningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga."

,,Úfff... Þá er maður búinn að melta þetta HM í nokkra daga og langar mig að­eins að pússta," skrifar Björg­vin Páll í upp­hafi færslu sinnar í kvöld.

,,Hver prófessorinn stígur nú fram með sínar út­skýringar á allt og öllu. Gagn­rýni sem oft er sann­gjörn og snýr að boltanum en í mörgum til­vikum “skoðanir“ sem standast ekki skoðun..."

Fréttablaðið/EPA

Björg­vin Páll segir þær full­yrðingar að væntingarnar hafi borið leik­menn lands­liðsins ofur­liði, að karakter­leysi ein­kenni liðið og að leik­menn séu ekki að leggja sig alla fram ekki standast skoðun.

,,Krítík fyrir að fagna sigrum á slakari and­stæðingum, að það taki enginn á­byrgð, leik­menn hafi ekki verið með fókusinn á réttum stað og ég veit ekki hvað. Hvar eru þessar spurningar og skoðanir þegar við stöndum fyrir framan mynda­vélina eða þegar við hittumst úti á götu?

Til að svara ein­hverju af þessu þá... tek ég fulla á­byrgð á þessari HM niður­stöðu og er ó­geðs­lega fúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur. Ef að pressan og væntingarnar hefðu borið okkur ofur­liði þá myndi ég halda að upp­haf leikja, spennu­stig o.fl. myndi gefa slíkt til kynna en ekki slæmir kaflar í seinni hluta leikja eða leiks."

Það að halda því fram að liðið sé karakters­laust eða ekki að gefa allt í verk­efnið sé eitt­hvað sem ber­skjaldar van­þekkingu þess sem kemur með slíkar yfir­lýsingar.

,,Það merki­legasta sem við gerum er að klæðast lands­liðs­búningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga. Menn eru að spila í gegnum alls­konar van­líðan, sárs­auka og til­finningar. Síðasti leikurinn var erfiður... Tómir af orku en fullir af vilja náðum við að klára það verk­efni. Leituðum í orkuna frá fólkinu í stúkunni og gerðum þetta fyrir fólkið sem nennti enn­þá að horfa á okkur í sjón­varpinu."

Myndir/Matthías Finns

Draumurinn hafi ekki verið að syngja með ís­lenska stuðnings­fólkinu „Ég er kominn heim“ eftir leikinn gegn Brasilíu.

,,En það var samt eitt­hvað sem ég mun aldrei gleyma. Ef að fólk horfir á síðustu sek. í þeim leik þá sést að þarna er lið sem er að gefa ALLT fram að síðustu sek.

Ég er ó­trú­lega stoltur að fá að til­heyra þessu liði og elska þessa gaura!Èg til­búinn að leggja ýmis­legt á mig til þess að næsta mót sem hefst eftir 350 daga verði betra. Á­fram Ís­land!"