Björgvin Páll Gústavsson skoraði tvö mörk í röð fyrir karlalandsliðið í leik gegn Sviss í dag en áður hafði hann aðeins skorað fjórtán mörk í 233 leikjum fyrir Ísland.

Staðan er 10-9 fyrir Sviss í hálfleik en Íslendingar hafa verið í eltingarleik við svissneska liðið frá byrjun leiksins.

Björgvin byrjaði leikinn á bekknum með Ágúst Elí Björgvinsson í markinu en Guðmundur Guðmundsson skipti Björgvini inn á um miðbik fyrri hálfleiks.

Það reyndist heillaskref því Björgvin lét strax til sín taka. Hann byrjaði á því að aðstoða Ísland við að jafna metin með tveimur mörkum í röð.

Þegar leikmenn gengu inn til hálfleiks var Björgvin búinn að verja fimm skot af átta og