Þjálfarateymið gerir tvær breytingar á handboltalandsliðinu á milli leikja en Björgvin Páll Gústavsson og Magnús Óli Magnússon koma inn í hópinn.

Björgvin Páll tekur því þátt í enn einu stórmótinu en Magnús Óli er að taka þátt í sínum fyrsta leik á stórmóti.

Björgvin kemur inn fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson, markvörðinn unga sem náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Portúgal.

Þá kemur Magnús Óli inn fyrir Janus Daða sem átti erfitt uppdráttar í fyrsta leiknum.