Björgvin Pall Gústavsson, markmaður í íslenska landsliðinu í handbolta, er nú laus úr einangrun. Hann greinir frá þessu á Facebook og segist svo þakklátur. Björgvin Páll var meðal fjölda leikmanna liðsins sem hefur greinst með Covid-19 á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem er haldið í Búdapest í Ungverjalandi.

„Ég trúi þessu ekki... Ég er laus úr einangrun! Þakka samveruna á miðlunum! Kann að meta öll “follow”, skilaboð, pepp o.fl. en megið ekki búast við miklum svörum í framhaldinu... fyrr en eftir mót!,“ segir Björgvin Páll og að öll hans orka fari núna í að taka þátt í mótinu.

Björgvin Páll var meðal þeirra fyrstu sem greindust en tilkynnt var um smit hans 19. janúar auk þeirra Elvars Arnar Jóns­sonar og Ólafs Andrésar Guð­munds­sonar. Í gær voru níu leik­menn og einn starfs­maður í ein­angrun með Co­vid-smit en þeim hefur nú fækkað um allavega eitt.