Eftir að Alexander Petersson, landsliðsmaður Íslands í sextán ár, lék síðasta leik ferilsins í gær er Björgvin Páll Gústavsson eini leikmaður silfurliðsins frá Ólympíuleikunum 2008 sem er enn að spila.

Alexander tilkynnti á dögunum að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna að tímabilinu loknu í Þýskalandi.

Björgvin var yngsti leikmaður hópsins sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum árið 2008 sem var fyrsta stórmót Björgvins.

Markmaðurinn var í lykilhlutverki hjá Val á nýafstöðnu tímabili þegar Valur varð Íslandsmeistari í 24. sinn eftir að hafa unnið ÍBV í úrslitaeinvíginu 3-1.