Björgvin Karl Guðmundsson er í fjórða sæti í karlaflokki eftir fyrstu þraut dagsins á heimsleikunum í CrossFit en í kvennaflokki náði Annie Mist Þórisdóttir bestum árangri í sjötta sæti.

Fyrsta þrautin fór fram í dag þar sem keppendur þurftu að hlaupa, klifra og lyfta (e. snatch).

Ríkjandi meistararnir, Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser leiða eftir fyrstu þrautina með hundrað stig.

Björgvin Karl fær 94 stig fyrir að hafa lent í fjórða sæti í karlaflokki og byrjar því ágætlega.

Í kvennaflokki fær Annie Mist 90 stig, Oddrún Eik Gylfadóttir 76 stig fyrir þriðja sætið og Þuríður Erla Helgadóttir 74 stig fyrir fjórtánda sæti.

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem var spáð góðu gengi á mótinu náðu sér ekki á strik í dag.

Katrín Tanja lenti í 21. sæti í fyrstu þrautinni og fær fyrir það 60 stig en Sara lenti í 40. sæti og fær aðeins 35 stig.