Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rasískra ummæla sem hann lét úr sér við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum.

Hann mun því missa af leikjum KR gegn ÍA, FH, Val, Breiðablik og ÍBV ásamt því að missa af bikarleik gegn Njarðvíkur vegna uppsafnaðra spjalda í Mjólkurbikarnum.

Þá er Björgvini óheimilt að mæta á völl Hauka á Ásvöllum á meðan banninu stendur og voru Haukar sektaðir um 100.000 krónur.

Næsti leikur Björgvins verður því ekki fyrr en 21. júlí næstkomandi.

Atvikið átti sér stað 23. maí síðastliðinn og tók það aganefnd KSÍ því tvær vikur að komast að niðurstöðu í málinu. Björgvin sem lék áður með Haukum var að lýsa leik liðsins í Inkasso-deildinni.

Archange Nkumu, leikmaður Þróttar, átti þá ljóta tæklingu og gaf Björgvin til kynna að þetta kæmi honum ekki á óvart.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin sem baðst þó undir eins afsökunar og sendi frá sér tilkynningu.