KJ Os­born, leik­maður NFL liðs Min­nesota Vikings segist hafa, á­samt þremur öðrum bjargað manni úr al­elda bif­reið í Austin, Texas á sunnu­daginn síðast­liðinn. Það er CNN sem greinir frá vendingunum.

Os­born segist oft af lífs­leið sinni hafa verið rangur maður á röngum tíma en að í þetta skipti hafi guð ætlað honum það hlut­verk að vera al­gjör­lega réttur maður á réttum tíma.

„Ég og þrír aðrir hjálpuðum til við að bjarga lífi manns sem var inn­lyksa í al­elda bíl eftir harðan á­rekstur,“ skrifaði Os­born í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter. „Þetta voru að­stæður sem ég bjóst aldrei við að finna mig í.“

Os­born hefur verið á mála hjá Min­nesota Vikings síðan árið 2020. Hann var valinn af liðinu í fimmtu um­ferð ný­liða­vals deildarinnar það ár.

KJ Osborn, leikmaður Minnesota Vikings
Fréttablaðið/GettyImages