Handbolti

Björgvin Páll valinn maður leiksins í dag

Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var fenginn til að afhenda Björgvini Páli verðlaunin sem maður leiksins eftir átján marka sigur á Barein.

Alfreð og Björgvin Páll brosmildir í leikslok. Mynd/Skjáskot frá RÚV

Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var fenginn til að afhenda Björgvini Páli verðlaunin sem maður leiksins eftir átján marka sigur á Barein.

Ísland vann 36-18 sigur á Barein í þriðja leik landsliðsins á HM í handbolta sem fer fram í Munchen þessa dagana.

Björgvin Páll Gústavsson hrökk loksins í gang og varði fimmtán skot af þrjátíu, þar af fjögur víti í átta tilraunum ásamt því að vera með tvær stoðsendingar.

Hann var valinn maður leiksins í leikslok og var Alfreð fenginn til að afhenda Björgvini verðlaunin.

Alfreð leikur með Augsburg í Þýskalandi og því stutt að fara fyrir markahrókinn sem er ásamt liðsfélögum sínum í vetrarfríi frá þýsku deildinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Handbolti

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Handbolti

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Auglýsing

Nýjast

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Leik lokið: Þýskaland 24 - 19 Ísland

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

Auglýsing