Handbolti

Björgvin Páll valinn maður leiksins í dag

Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var fenginn til að afhenda Björgvini Páli verðlaunin sem maður leiksins eftir átján marka sigur á Barein.

Alfreð og Björgvin Páll brosmildir í leikslok. Mynd/Skjáskot frá RÚV

Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var fenginn til að afhenda Björgvini Páli verðlaunin sem maður leiksins eftir átján marka sigur á Barein.

Ísland vann 36-18 sigur á Barein í þriðja leik landsliðsins á HM í handbolta sem fer fram í Munchen þessa dagana.

Björgvin Páll Gústavsson hrökk loksins í gang og varði fimmtán skot af þrjátíu, þar af fjögur víti í átta tilraunum ásamt því að vera með tvær stoðsendingar.

Hann var valinn maður leiksins í leikslok og var Alfreð fenginn til að afhenda Björgvini verðlaunin.

Alfreð leikur með Augsburg í Þýskalandi og því stutt að fara fyrir markahrókinn sem er ásamt liðsfélögum sínum í vetrarfríi frá þýsku deildinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Auglýsing

Nýjast

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing