Mótshaldarar Wimbledon ætlar að bjóða úkraínsku flóttafólki á leiki á þessu heimsfræga Tennismóti í ár. Reuters segir frá. Kemur þetta til vegna innrásar Rússa í landið.

Mótið fer fram í Englandi, líkt og ár hvert. Það verður haldið frá 27. júní til 10. júlí.

Ætla mótshaldarar að bjóða úkraínsku flóttafólki að mæta á leiki einn daginn á mótinu. Aðrir heiðursgestir fá að mæta á leiki sama dag, til að mynda breskt heilbrigðisstarfsfólk.

Auk þess að bjóða flóttafólki á leikinn ætla mótshaldarar Wimbledon að gefa 250 þúsund pund til þeirra sem stríðið í Úkraínu hefur áhrif á. Það gera rúmar 40 milljónir íslenskra króna.

Novak Djokovic varð meistari á Wimbledon í einliðaleik í karlaflokki í fyrra. Kvennamegin stóð Asleigh Barty uppi sem sigurvegari.