Manchester United hefur boðið Birmingham heilar 30 milljónir punda fyrir Jude Bellingham. Guttinn er aðeins 16 ára gamall en hefur spilað 26 leiki með félaginu í öllum keppnum, þar af 18 í byrjunarliðinu. Birmingham er í fjárhagsvandræðum og er Bellingham talinn hreinlega geta bjargað félaginu frá gjaldþroti. 

Barcelona, Bayern Munchen, Borussia Dortmund og Liverpool eru einnig sögð áhugasöm um guttann. 

Bellingham er fæddur í júní árið 2003 og er því jafnaldri Gretu Thunberg. Það gerðist einnig margt annað merkilegt á því herrans ári.

Kvikmyndirnar, Pirates of Carrabian - The curse of black Pearl, Kill Bill, og Love Actully komu á hvíta tjaldið.

Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Two and a Half Men hóf göngu sína á CBS og daginn eftir byrjaði One tree hill.

Concorde-flugvélarnar voru teknar úr notkun

Háhyrningurinn Keikó lést við Noregsstrendur.