Bjartur Guðmundsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá Gróttu á Seltjarnarnesi en hann kemur til Gróttu frá Fram og gæti fengið fyrstu mínútur sínar um helgina.

Er hann uppalinn í Val og gæti fengið fyrstu mínútur sínar gegn uppeldisfélaginu á morgun þegar liðin mætast í annarri umferð Olís-deildar karla.

Kom hann við sögu í öllum 22 leikjum Fram á síðasta tímabili og skoraði í þeim 34 mörk. Lék hann í tvö ár með Fram, alls 48 leiki og skoraði í þeim 73 mörk í deildarkeppninni.

Fékk hann alls átta brottvísanir en í tilkynningu Gróttu kemur fram að Seltirningar taki fagnandi að fá þennan öfluga leikmann á báða enda vallarins.