Handbolti

Bjartur til liðs við Gróttu

​Bjartur Guðmundsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá Gróttu á Seltjarnarnesi en hann kemur til Gróttu frá Fram og gæti fengið fyrstu mínútur sínar um helgina.

Bjartur handsalar samninginn ásamt Einari Rafni, stjórnarmanni Gróttu. Mynd/Aðsend

Bjartur Guðmundsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá Gróttu á Seltjarnarnesi en hann kemur til Gróttu frá Fram og gæti fengið fyrstu mínútur sínar um helgina.

Er hann uppalinn í Val og gæti fengið fyrstu mínútur sínar gegn uppeldisfélaginu á morgun þegar liðin mætast í annarri umferð Olís-deildar karla.

Kom hann við sögu í öllum 22 leikjum Fram á síðasta tímabili og skoraði í þeim 34 mörk. Lék hann í tvö ár með Fram, alls 48 leiki og skoraði í þeim 73 mörk í deildarkeppninni.

Fékk hann alls átta brottvísanir en í tilkynningu Gróttu kemur fram að Seltirningar taki fagnandi að fá þennan öfluga leikmann á báða enda vallarins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Handbolti

Þungur róður hjá Selfossi

Handbolti

Valur fór ansi illa með Hauka

Auglýsing

Nýjast

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing