Handbolti

Bjartur til liðs við Gróttu

​Bjartur Guðmundsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá Gróttu á Seltjarnarnesi en hann kemur til Gróttu frá Fram og gæti fengið fyrstu mínútur sínar um helgina.

Bjartur handsalar samninginn ásamt Einari Rafni, stjórnarmanni Gróttu. Mynd/Aðsend

Bjartur Guðmundsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá Gróttu á Seltjarnarnesi en hann kemur til Gróttu frá Fram og gæti fengið fyrstu mínútur sínar um helgina.

Er hann uppalinn í Val og gæti fengið fyrstu mínútur sínar gegn uppeldisfélaginu á morgun þegar liðin mætast í annarri umferð Olís-deildar karla.

Kom hann við sögu í öllum 22 leikjum Fram á síðasta tímabili og skoraði í þeim 34 mörk. Lék hann í tvö ár með Fram, alls 48 leiki og skoraði í þeim 73 mörk í deildarkeppninni.

Fékk hann alls átta brottvísanir en í tilkynningu Gróttu kemur fram að Seltirningar taki fagnandi að fá þennan öfluga leikmann á báða enda vallarins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Handbolti

„Draumi líkast að vera farinn að spila fyrir Kiel“

Körfubolti

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Auglýsing

Nýjast

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Auglýsing