Sigur Íslands er fyrir marga hluti merkilegur en þetta er fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á Japan. Þjóðirnar höfðu mæst þrisvar sinnum fyrir viðureign gærkvöldsins og Japan hafði unnið allar þær viðureignir.

Fyrra mark Íslands í gærkvöldi skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir þegar að fjórtán mínútur voru liðnar af leiknum.

Eftir rúmlega klukkustundar leik kom framherjinn Berglind Björg Þorvaldsóttir inn á sem varamaður og lét fljótlega til sín taka. Hún skoraði seinna mark Íslands í leiknum eftir stoðsendingu frá Sveindísi Jane og innsiglaði 2-0 sigur Íslands.

Ljóst er að um sterkan sigur Íslands var að ræða þrátt fyrir að leikurinn hafi verið æfingaleikur. Japanska kvennalandsliðið situr í 13. sæti styrkleikalista FIFA en það íslenska í því sextánda.

Leikurinn var því fínn undirbúningur fyrir íslenska liðið sem mætir Kýpur þriðjudaginn 30. nóvember næstkomandi í Kýpur í undankeppni HM 2023.

Hér fyrir neðan má sjá helstu svipmyndir úr leik Íslands og Japan í gærkvöldi.

Dagný Brynjarsdóttir, framherji Íslands
GettyImages
Berglind Björg fagnar marki sínu í gærkvöldi
GettyImages