Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var sjálfur Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Bjarni þótti efni­legur mið­vörður og lék í Tró­pí deildinni 1994 en lagði skóna á hilluna eftir að hafa meiðst illa gegn KR. Fyrir tíma­bilið var hitað upp fyrir deildina og gaf Í­þrótta­blaðið, sem Þor­grímur Þráins­son rit­stýrði, leik­mönnum ein­kunn þar sem Bjarni fékk 6,3 en Eiður Smári fékk 6,4.

„Ég man eftir þegar hann var að koma inn í deildina, mjög ungur. Hann skoraði á móti okkur í Stjörnunni al­gjör­lega frá­bært mark. BANG fyrir utan víta­teiginn og beint í netið. Hann var ó­trú­lega beittur leik­maður.“