Íslenski boltinn

Bjarni Ólafur í fríi frá knattspyrnu

Bjarni Ólafur Eiríksson hefur ákveðið að taka sér frí frá fótbolta um tíma en þetta staðfesti Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við 433.is í dag.

Bjarni Ólafur í leik gegn Sheriff í Evrópudeildinni síðasta sumar. Fréttablaðið/Ernir

Bjarni Ólafur Eiríksson hefur ákveðið að taka sér frí frá fótbolta um tíma en þetta staðfesti Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals,í samtali við 433.is í dag.

Bjarni Ólafur sneri aftur í Valsliðið árið 2013 en hann hefur leikið með Silkeborg í Danmörku og Tromsö í Noregi á atvinnumannaferlinum.

Hann lék fyrsta leik sinn fyrir Val árið 2000 og lék alla leiki í Símadeildinni ári síðar. Alls hefur hann leikið 226 leiki fyrir Val í efstu deild og 315 leiki í öllum keppnum.

Bjarni hefur verið í lykilhlutverki hjá Valsliðinu sem hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla á síðustu árum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Íslenski boltinn

Færeyingurinn Jákúp kemur aftur til FH

Íslenski boltinn

Æfingar hafnar á La Manga

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Auglýsing