Íslenski boltinn

Bjarni Ólafur í fríi frá knattspyrnu

Bjarni Ólafur Eiríksson hefur ákveðið að taka sér frí frá fótbolta um tíma en þetta staðfesti Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við 433.is í dag.

Bjarni Ólafur í leik gegn Sheriff í Evrópudeildinni síðasta sumar. Fréttablaðið/Ernir

Bjarni Ólafur Eiríksson hefur ákveðið að taka sér frí frá fótbolta um tíma en þetta staðfesti Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals,í samtali við 433.is í dag.

Bjarni Ólafur sneri aftur í Valsliðið árið 2013 en hann hefur leikið með Silkeborg í Danmörku og Tromsö í Noregi á atvinnumannaferlinum.

Hann lék fyrsta leik sinn fyrir Val árið 2000 og lék alla leiki í Símadeildinni ári síðar. Alls hefur hann leikið 226 leiki fyrir Val í efstu deild og 315 leiki í öllum keppnum.

Bjarni hefur verið í lykilhlutverki hjá Valsliðinu sem hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla á síðustu árum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

„Gott að fá aukna breidd í sóknarleikinn"

Íslenski boltinn

Ísland kláraði mótið með sannfærandi sigri

Íslenski boltinn

Miðasala hófst í hádeginu í dag

Auglýsing

Nýjast

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Bernando segir markmið City að vinna fernuna

Auglýsing