Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Þeir fóru yfir fréttir vikunnar og ræddu um ís­lenska lands­liðið í hand­bolta en öll spjót hafa staðið að Guð­mundi Guð­munds­syni, lands­liðs­þjálfara eftir að Ís­land lauk keppni í 12 sæti. Margir hafa tjáð sína skoðun og er Hjör­var á því að Guð­mundur eigi að víkja. Hans tími sé ein­fald­lega kominn.

„Ég segi það sama og fyrir tveimur árum þegar við áttum hörmu­legt HM líka. Hans tími er liðinn. Við vorum heppnir í fyrra þegar það verður skrýtið EM, ein­hvers­skonar Co­vid mót þar sem hálft liðið var frá, og við þurftum að nota allan hópinn og fólk var sátt. Ég held að það sé kominn tími á nýja rödd,“ segir Hjör­var.

Hann bendir þó á að hann muni styðja liðið þó Guð­mundur verði á­fram á hliðar­línunni. „Gummi er besti lands­liðs­þjálfari sem við höfum átt. Hann sannar það með árangri sínum en ég held að það sé upp­lagt að fara með nýjan þjálfara á næsta mót.“

Að mati Bene­dikts Bóasar þátta­stjórnanda er Guð­mundur að lenda í orra­hríð að hann man ekki annað eins. Bjarni sagðist ekkert hafa mjög sterkar skoðanir á þessu máli. „Ég tek undir með Hjör­vari að Guð­mundur er besti hand­bolta­þjálfari sem við höfum haft og stutt síðan hann náði frá­bærum árangri.

Við vorum öll búin að tjakka okkur upp í rosa­legar væntingar. Þegar þær bregðast fundum við söku­dólginn. En ég meina að við vorum að spjalla fyrir Svía­leikinn og ég hafði enga trú að við myndum vinna þann leik. Ég spáði í lítinn hóp að við myndum tapa með sjö. Enda sáum við það að við áttum ekki mikla mögu­leika gegn þeim,“ sagði Bjarni.

Hjör­var benti Bjarna á að þetta væri inn­gróin minni­máttar­kennd fyrir Svía­grílunni. „Mig langar þó að hrósa þeim í­þrótta­frétta­mönnum sem bjuggu til þessar væntingar. Af því að það er mót í janúar á hverju ári og er orðið fast í lífi manns og maður er á­nægður ef við náum tíunda sæti.

Svo var allt í einu farið að spá að við værum að fara verða Heims­meistarar.“

Bene­dikt benti á að þetta hefði verið að­eins 18 mínútur sem fóru með mótið fyrir okkur. „Við áttum ekkert erindi í þessi átta liða úr­slit. Við sáum hvernig Danir pökkuðu Ung­verjum saman. En við eigum marga af bestu leik­mönnum heims. Ég hef séð marga leiki með Mag­deburg á Viaplay,“ sagði Hjör­var.

Bjarni sagði að það þurfi að búa til einingu og hún muni ná árangri. „Al­mennt á það við að þetta er stemnings­mál. Lands­liðið verður að vera vel slípað saman. Allir leik­menn, þjálfarar og allir sem koma að liðinu. Það þarf að búa til einingu og hún mun ná árangri. Ég held að það sé mjög al­gengt að benda á þjálfarann og segja að hann sé vanda­málið.

En ég var ekki hrifinn af því þegar Jose Mourin­ho var hent frá Manchester Unit­ed. Það voru leik­menn þar sem voru með allt niður um sig.“

Hjör­var benti þá á að aug­ljósi kosturinn til að taka við liðinu væri Dagur Sigurðs­son. „Fólkið vill hann. Það er ein­hver góður andi yfir honum en ég held alveg á­fram að styðja liðið þó Guð­mundur verði á­fram í brúnni.“

Bene­dikt benti þá að hann væri búinn að á­kveða að fara á EM í Þýska­landi. Hann ætlaði ekki að missa aftur af stuðinu í riðla­keppninni. Skipti þá engu máli hvort Guð­mundur væri að stýra liðinu.