Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var sjálfur Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Bene­dikt Bóas þátta­stjórnandi spurði Bjarna hvort hann næði að fylgjast vel með í­þróttum sökum anna?

„Þetta er á­huga­mál og ég fylgist vel með Stjörnunni. Ég hef ekki verið svo öflugur að mæta á alla heima­leiki en ég mæti þegar ég get. Svo verð ég að segja það að þegar ég fór að fikta að vera með í Fanta­sy leik enska boltans þá fer maður að hafa á­huga á leikjum allra liða.

Ég er alinn upp við það að vera stuðnings­maður Manchester United og bræður mínir gerðu það líka. Ég átti treyju þegar ég var lítill.“

Hjör­var og fé­lagar eru með Fanta­sy leik sem þeir ræða mikið sín á milli í þættinum Doktor Foot­ball. „Ég skil nú ekki alveg af hverju mér var ekki boðið, ég næ þessu ekki,“ sagði hann og hló en sem stendur er hann númer 236 á Ís­landi.

„Ég myndi halda að Bjarni væri skyn­samur leik­maður sem væri ekki að taka neina stóra sénsa. Ég myndi halda að hann væri með tvo New­cast­le menn í sínu liði. Mark­manninn og einn varnar­mann,“ sagði Hjör­var og Bjarni horfði agn­dofa á doktorinn þylja upp. „Hann er búinn að skoða liðið mitt,“ sagði Bjarni en Hjör­var neitaði því.

„Ég sam­þykkti að koma inn í ein­hverjar deildir í fyrra og var ömur­legur. Ég las ekki reglurnar og var með menn sem voru slasaðir og ég komst mjög illa frá vetrinum í fyrra. En núna las ég reglurnar og mér gengur betur núna.“

Hjör­var spurði þá hve­nær hann hefði keypt Er­ling Braut Haaland. „Ég var alveg sann­færður og setti hann strax sem fyrir­liða. Hann er búinn að moka inn stigum fyrir mig eins og aðra.“

Hjör­var sagði að Kieran Trippi­er væri að sjálf­sögðu í sínu liði. „Ég er alltaf með Harry Kane því ég hef trú á honum. Ég spila alltaf ó­dýrt í markinu. Það hefur verið mín taktík svo er ég með Al­meron. Hann hefur verið að tikk­a vel inn og það er ekkert sem gleður Fanta­sy spilara meira en þegar ó­dýrir leik­menn skila inn mörgum stigum.“

Bjarni sagði að hann hefði gert mis­tök með því að veðja á Son Heung-min leik­maður Totten­ham myndi vera góður í ár. „Ég gafst upp á honum snemma.“