Bjarni Fritzson sem þjálfað hefur karlalið ÍR í handbolta frá því árið 2014 mun segja skilið við liðið í sumar. Bjarni mun hins vegar ekki yfirgefa félagið en hann mun koma að uppbyggingu hjá yngri flokkum Breiðhyltinga.

Þetta kemur fram í frétt á visi.is en þar segir enn fremur að Kristinn Björgúlfsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari Bjarna muni taka við liðinu í sumar.

Kristinn er sömuleiðis þjálfari kvennaliðs ÍR sem leikur í Grill 66-deildinni.

ÍR-ingar boðuðu í vikunni að fram undan væri endurskipulagning á rekstri handboltadeildar félagins og niðurskurður væri í kortunum.

Talið er að Bergvin Þór Gíslason, Svein Andra Sveinsson og Þránd Gíslason Roth, sem verið hafa lykilleikmenn ÍR, undanfarin ár muni ganga til liðs við Aftureldingar í sumar.

ÍR er í sjötta sæti Olísdeildar karla með 24 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni en hlé hefur verið gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins og óljóst er hvenær eða hvort keppni verði haldið áfram.