Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Þeir fóru yfir enska boltann en Bjarni styður Manchester United og hefur gert síðan hann var ungur. Hann er á­nægður að sjá hvað Eric Ten Hag er að gera.

„Hann er með hug­mynda­fræði sem hann er að keyra á­fram og sem betur fer hefur verið stígandi í þessu. Þetta hefur ekki verið auð­velt. Ég er svo mikill Ron­aldo maður að ég varð hálf fúll þegar hann fór en kannski þurfti það að gerast. Mér fannst það hund­leiðin­legt.“

Hann er þó ekkert sér­stak­lega hrifinn af fé­laga­skiptum Wout Weg­horst til fé­lagsins. „Mér fannst þetta skrýtin við­stkipti. Mér finnst maðurinn ekki á þeim standard að passa inn í liðið. En gott og vel. Hann veit hvað hann er að gera þessi þjálfari.

Ég er orðinn leiður a Harry Maguire. Mér fannst hann hægja á öllu saman og mér fannst engin ára yfir liðinu saman­borið þegar við erum með Martinez og Vara­ne.“

Bene­dikt Bóas, þátta­stjórnandi, spurði Hjör­var hvort ferill Harry Maguire sé búinn hjá Manche­ster „Hann var ekki í hóp gegn For­est. Þetta er svo­lítið leiðin­legt hvernig hefur farið fyrir honum. Það er erfitt fyrir hann að standa á 40 metrunum eða hvar sem hann er látinn standa því þú ert með línu­strákinn fyrir aftan sig sem neitar að fara af línunni. De Gea er búinn að vera þarna í 12 ár.

Hann er svo lé­legur í fót­bolta að það er hlægi­legt. Hann sparkar yfir­leitt bara útaf en við höfum þurft að díla við þetta í 12 ár.“

Hjör­var hefur þó gaman að sjá menn koma og fara til fé­lagsins en að­dá­endur Doktor Foot­ball vita og þekkja að Hjör­var verður seint talinn að­dáandi David de Gea. „Ég hef alveg gaman af því að fá ein­hverjar steikur inn í Manchester United. Marcos Rojo til dæmis. Ég hafði gaman af því. En ég er búinn að vera díla við De Gea í 12 ár.“

Bjarni benti þá á að Harry Maguire hefði verið kynntur til leiks fyrir tíma­bilið sem leið­togi og fyrir­liði liðsins. „Þetta er skrýtið með Maguire því Ten Haag var á­kveðinn að kynna hann sem fyrir­liða liðsins. Ég man eftir blaða­manna­fundi Ten Haag þar sem hann sagði að Magu­i­er­re væri sinn maður og leið­toginn í hópnum en svo bara gerist eitt­hvað.“