Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, varð í dag þýskur bikarmeistari með liði sínu Lemgo.

Andstæðingur Lemgo í bikarúrslitaleiknum voru lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara.

Lemgo var yfir lungann úr leiknum og fór að lokum með fjögurra marka sigur af hólmi, 28-24.

Bjarki Már skoraði fjögur marka Lemgo í leiknum en hann skoraði sjö mörk í dramatískum sigri Lemgo gegn Kiel í undanúrslitaleiknum í gær.

Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað hjá Melsungen í bikarúrslitaleiknum.