Lemgo og Benfica háðu harða baráttu þar sem en það voru gestirnir frá Portúgal sem fóru með sigur af hólmi. Leiknum lauk með 30-29 sigri þeirra.

Bjarki Már gerði sitt til að knýja fram sigur Lemgo en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Dugði það ekki til.

Gestirnir frá Benfica áttu betri endasprett. Staðan var 27-27 þegar lítið var eftir en Portúgalarnir gerðu vel í að loka leiknum með sigri.