Banda­rísku sund­konunni Anitu Al­varez var bjargað frá drukknun á heims­meistara­mótinu í sundi í Búda­pest í gær eftir að hún missti með­vitund í sund­lauginni og sökk á botn hennar.

Það var þjálfari Anitu, fjór­faldi ólympíu­meistarinn Andrea Fuentes sem var fljót að átta sig á að­stæðunum. Hún sá að ekki var allt með felldu hjá Anitu, dýfði sér í sund­laugina og dró hana upp á yfir­borðið.

Anita fékk með­höndluð á bakkanum áður en hún var síðan flutt á sjúkra­börum í burtu og á sjúkra­hús.

Þetta er í annað skipti sem Andrea Fuentes, þjálfari Anitu þarf að koma henni til bjargar í sund­lauginni en svipað at­vik átti sér stað á síðasta ári á undan­móti fyrir Ólympíu­leikana.

Fuentes segir í við­tali við spænska miðilinn Mar­ca að líðan Anitu sé eftir at­vikum góða. ,,Henni líður strax miklu betur. Ég stökk í sund­laugina vegna þess að ég sá að enginn, ekki einu sinni sund­lauga­verðirnir voru að stökkva til bjargar. Ég varð hrædd vegna þess að hún andaði ekki en nú er í lagi með hana. Nú þarf hún að hvíla sig."

AFP fréttaveitan náði mögnuðum myndum af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan.