Elísa Viðarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, birti skemmtilega mynd af Leifsstöð í morgun af sér, Sif Atladóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur á leiðinni úr landi fyrir EM.

Undir myndina skrifar Elísa mæðraklúbburinn (e. mom club) en um er að ræða þá fimm leikmenn liðsins sem eru mæður.

Myndin sem Elísa birti í morgun
mynd/Instagram-síða Elísu

BBC ræðir við Söru Björk og Dagnýju um mæðrahlutverkið í grein á síðu sinni þar sem kemur fram að Ísland sé með flestar mæður innan leikmannahópanna sem eru á EM.

Þar er fjallað um hvernig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hafi aðlagað æfingartímann í aðdraganda EM til þess að auðvelda mæðrum hópsins að komast á æfingar á þægilegum tímum.