Mynd­band af hálf­leiks­ræðu hins 23 ára gamla lykil­leik­manns franska lands­liðsins í knatt­spyrnu, Kyli­an Mbappé, í úr­slita­leik HM þar sem Frakkar mættu Argentínu hefur vakið mikla at­hygli en þar sést Mbappé reyna blása sam­herjum sínum byr í brjóst á tíma­punkti þar sem franska lands­liðið var tveimur mörkum undir.

Mbappé, sem er meðal bestu leik­manna heims, sést taka málin í sínar eigin hendur í búnings­klefanum.

,,Við getum ekki staðið okkur verr en við gerðum í fyrri hálf­leik," segir hann við liðs­fé­laga sína í hálf­leik. ,,Nú förum við aftur inn á völlinn, annað hvort látum við þá ráðskast með okkur eða við förum inn af krafti og látum eitt­hvað annað gerast."

Hann leggur síðan á­herslu á til­efnið.

,,Þetta er úr­slita­leikur HM. Við erum tveimur mörkum undir en við getum komið til baka. Strákar þetta er eitt­hvað sem á sér stað að­eins á fjögurra ára fresti."

Segja má að eitt­hvað virðist hafa breyst hjá leik­mönnum franska lands­liðsins í síðari hálf­leik en það var Mbappé sem leiddi sóknar­línu liðsins og skoraði þrjú mörk í leiknum sem fór alla leið í víta­spyrnu­keppni. Þar þurfti leik­menn franska lands­liðsins hins vegar að sætta sig við tap.

Mynd­band af hálf­leiks­ræðu Mbappé í úr­slita­leiknum má sjá hér fyrir neðan: