Myndband af hálfleiksræðu hins 23 ára gamla lykilleikmanns franska landsliðsins í knattspyrnu, Kylian Mbappé, í úrslitaleik HM þar sem Frakkar mættu Argentínu hefur vakið mikla athygli en þar sést Mbappé reyna blása samherjum sínum byr í brjóst á tímapunkti þar sem franska landsliðið var tveimur mörkum undir.
Mbappé, sem er meðal bestu leikmanna heims, sést taka málin í sínar eigin hendur í búningsklefanum.
,,Við getum ekki staðið okkur verr en við gerðum í fyrri hálfleik," segir hann við liðsfélaga sína í hálfleik. ,,Nú förum við aftur inn á völlinn, annað hvort látum við þá ráðskast með okkur eða við förum inn af krafti og látum eitthvað annað gerast."
Hann leggur síðan áherslu á tilefnið.
,,Þetta er úrslitaleikur HM. Við erum tveimur mörkum undir en við getum komið til baka. Strákar þetta er eitthvað sem á sér stað aðeins á fjögurra ára fresti."
Segja má að eitthvað virðist hafa breyst hjá leikmönnum franska landsliðsins í síðari hálfleik en það var Mbappé sem leiddi sóknarlínu liðsins og skoraði þrjú mörk í leiknum sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar þurfti leikmenn franska landsliðsins hins vegar að sætta sig við tap.
Myndband af hálfleiksræðu Mbappé í úrslitaleiknum má sjá hér fyrir neðan:
Le discours de Kylian Mbappé à la mi-temps de France-Argentine capté par les caméras de TF1 !
— Hadrien Grenier (@hadrien_grenier) December 20, 2022
« C’est le match d’une vie, on ne peut pas faire pire ! » 💥🗣️
pic.twitter.com/OtrTMEJdJI