Enski boltinn

Birkir varð hetja með dramatísku sigurmarki

Fékk loks tækifæri í byrjunarliði Steve Bruce.

Birkir fagnaði ákaft. Getty Images

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason, leikmaður Aston Villa, launaði Steve Bruce þjálfara traustið þegar hann skoraði sigurmark liðsins í annari umferð Championship-deildarinnar í Englandi.

Birkir skoraði sigurmark liðsins, sem í upphafi síðari hálfleiks lenti 2-1 undir á móti Wigan, á 94. mínútu leiksins - á síðustu mínútu uppbótartímans.

Birkir fékk ekki tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik liðsins á tímabilinu og í vikunni var hann orðaður við lið á Ítalíu. Að þessu sinni var Íslendingurinn hins vegar í byrjunarliðinu og fær á Twitter mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Birkir skorar sigurmarkið. Getty Images

Eins og sjá má á myndunum hefur þungu fargi sennilega verið af Birki létt en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri til að festa sig í sessi í byrjunarliði Bruce.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fjórði sigur Hamranna í röð

Enski boltinn

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Enski boltinn

Eriksen kom Spurs til bjargar

Auglýsing

Nýjast

Rodriguez með þrefalda tvennu

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Anton sló fjórða Íslandsmetið

Sóknarþungi Liverpool mætir míglekri vörn United

Guðrún Brá hefur leik í Marrakesh

Auglýsing