Enski boltinn

Birkir varð hetja með dramatísku sigurmarki

Fékk loks tækifæri í byrjunarliði Steve Bruce.

Birkir fagnaði ákaft. Getty Images

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason, leikmaður Aston Villa, launaði Steve Bruce þjálfara traustið þegar hann skoraði sigurmark liðsins í annari umferð Championship-deildarinnar í Englandi.

Birkir skoraði sigurmark liðsins, sem í upphafi síðari hálfleiks lenti 2-1 undir á móti Wigan, á 94. mínútu leiksins - á síðustu mínútu uppbótartímans.

Birkir fékk ekki tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik liðsins á tímabilinu og í vikunni var hann orðaður við lið á Ítalíu. Að þessu sinni var Íslendingurinn hins vegar í byrjunarliðinu og fær á Twitter mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Birkir skorar sigurmarkið. Getty Images

Eins og sjá má á myndunum hefur þungu fargi sennilega verið af Birki létt en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri til að festa sig í sessi í byrjunarliði Bruce.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Brighton lagði Man.Utd að velli

Enski boltinn

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Enski boltinn

Chelsea vann Arsenal í fjörugum leik

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Róbert vann silfur og setti Íslandsmet

Auglýsing