Fótbolti

Birkir varð hetja með dramatísku sigurmarki

Fékk loks tækifæri í byrjunarliði Steve Bruce.

Birkir fagnaði ákaft. Getty Images

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason, leikmaður Aston Villa, launaði Steve Bruce þjálfara traustið þegar hann skoraði sigurmark liðsins í annari umferð Championship-deildarinnar í Englandi.

Birkir skoraði sigurmark liðsins, sem í upphafi síðari hálfleiks lenti 2-1 undir á móti Wigan, á 94. mínútu leiksins - á síðustu mínútu uppbótartímans.

Birkir fékk ekki tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik liðsins á tímabilinu og í vikunni var hann orðaður við lið á Ítalíu. Að þessu sinni var Íslendingurinn hins vegar í byrjunarliðinu og fær á Twitter mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Birkir skorar sigurmarkið. Getty Images

Eins og sjá má á myndunum hefur þungu fargi sennilega verið af Birki létt en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri til að festa sig í sessi í byrjunarliði Bruce.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fótbolti

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Auglýsing

Nýjast

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing