Bakvörðuinn Birk­ir Val­ur Jóns­son var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður slóvakíska knattspyrnufélagsins Spar­tak Trna­va en í vikunni var greint frá félagaskiptum hans frá HK til í Slóvakíu.

Birkir Valur framlengdi samning sinn við HK áður en Kópavogsfélagið gekk frá sex mánaða lánssamningi hans til Spartak Trnava sem hefur síðan forkaupsrétt á honum þegar lánstímanum lýkur.

Þessi 22 ára gam­li leikmaður hefur auk þess að leika meira en 100 leiki fyrir HK spilam með yngri landsliðum Íslands. Á yfirstandandi keppnistímabili hafði hann leikið alla níu deildarleiki HK.

Spartak Trnava hafnaði í fjórða sæti slóvakísku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en nýtt tímabil hefst þar í landi laugardaginn 8. ágúst.