Fótbolti

Birkir sá fimmtándi sem skorar tíu fyrir landsliðið

Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Íslands undir stjórn Erik Hamrén og jafnframt sitt tíunda landsliðsmark gegn Frakklandi í gær.

Birkir smeygir sér á milli frönsku framherjanna, Antoine Griezmann og Olivier Giroud. Fréttablaðið/Getty

Birkir Bjarnason skoraði sitt tíunda mark fyrir íslenska landsliðið þegar það gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik í Guingamp í gær.

Birkir kom Íslendingum í 1-0 á 31. mínútu. Kári Árnason tvöfaldaði forskotið á 58. mínútu en Frakkar komu til baka á lokakaflanum, skoruðu tvö mörk og náðu jafntefli.

Markið sem Birkir skoraði var fyrsta mark íslenska liðsins undir stjórn Erik Hamrén. Og það var hans tíunda fyrir landsliðið eins og áður sagði.

Birkir er sá fimmtándi sem skorar tíu mörk eða meira fyrir íslenska landsliðið. Með markinu í gær jafnaði hann Helga Sigurðsson og Eyjólf Sverrisson í 11.-13. sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn landsliðsins frá upphafi.

Eiður Smári Guðjohnsen er markahæstur með 26 mörk. Þar á eftir kemur Kolbeinn Sigþórsson með 22 mörk og svo Gylfi Þór Sigurðsson með 20 mörk. Ríkharður Jónsson er fjórði á markalistanum en hann skoraði 17 mörk í aðeins 33 landsleikjum á árunum 1947-65.

Birkir lék í gær sinn 73. landsleik. Hann jafnaði þar með Arnór Guðjohnsen á listanum yfir þá sem hafa leikið flesta leiki fyrir íslenska landsliðið. Metið yfir flesta landsleiki er í eigu Rúnars Kristinssonar (104 landsleikir).

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Nokkuð margir tæpir fyrir mánudaginn

Fótbolti

Rúmlega 1000 miðar seldust í gær

Fótbolti

Frakkar ­heppnir að ná jafn­tefli gegn Strákunum okkar

Auglýsing

Nýjast

Stefna að því að opna nýjan golfvöll á Rifi

AGF safnaði rúmri milljón fyrir Tómas Inga

Ísland mætir Svíþjóð og Kúveit í Katar í janúar

Selfyssingar farnir að styrkja liðið fyrir næsta tímabil

Sara þegar búin að vinna sér inn 370 þúsund krónur

Björgvin Karl í þriðja sæti eftir fyrsta dag í Dubai

Auglýsing