Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason staðfestir á Facebook að hann sé óhultur í kjölfar þess að öflugur jarð­skjálfti reið yfir suð­austur­hluta Tyrk­lands í nótt. Hann er búsettur þar.

Skjálftinn var 7,8 að stærð og fylgdu öflugir eftir­skjálftar í kjöl­farið. Upp­tökin voru skammt frá borginni Gazian­tep, ekki langt frá landa­mærum Sýr­lands.

Fuat Oktay, vara­for­seti Tyrk­lands, sagði á blaða­manna­fundi nú á áttunda tímanum í morgun að 284 hefðu fundist látnir og rúm­lega 2.300 slasast. Þá hafa yfir­völd í Sýr­landi stað­fest að minnst 250 séu látnir þar.

Minnst tíu borgir í Tyrk­landi urðu fyrir á­hrifum skjálftans: Gazian­tep, Kahraman­maras, Hatay, Osmani­ye, Adi­yaman, Malatya, San­liurfa, Adana, Di­yar­bakir og Kilis. Þá fannst hann einnig í Líbanon og á Kýpur.

Birkir leikur með Adana Demirspor. Hann lýsir sig þó óhultan á Facebook.

Þjóðar­leið­togar víða um heim hafa vottað yfir­völdum í Tyrk­landi og Sýr­landi sam­úð sína og boðið fram stuðning.