Fótbolti

Birkir og félagar einum sigri frá úrvalsdeildinni

Stuðningsmenn Aston Villa sjá ensku úrvalsdeildina í hillungum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik umspils í kvöld.

Birkir kom inn á undir lokin í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Aston Villa er komið í úrslit umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Birkir Bjarnason og félagar gerðu markalaust jafntefli við Middlesbrough á heimavelli í kvöld og það dugði til því Villa vann fyrri leikinn 0-1. Birkir kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í leiknum.

Villa mætir Fulham í úrslitaleik á Wembley 26. maí næstkomandi. Sigurvegarinn fylgir Wolves og Cardiff City upp í ensku úrvalsdeildina.

Villa féll niður í ensku B-deildina vorið 2016. Á síðasta tímabili gekk illa hjá Villa en gengið var mun betra í vetur. Birkir og félagar enduðu í 4. sæti deildarinnar og eru nú aðeins einum sigri frá því að vinna sér sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Fótbolti

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Auglýsing

Nýjast

Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing