Enski boltinn

Birkir og félagar einum sigri frá úrvalsdeildinni

Stuðningsmenn Aston Villa sjá ensku úrvalsdeildina í hillungum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik umspils í kvöld.

Birkir kom inn á undir lokin í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Aston Villa er komið í úrslit umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Birkir Bjarnason og félagar gerðu markalaust jafntefli við Middlesbrough á heimavelli í kvöld og það dugði til því Villa vann fyrri leikinn 0-1. Birkir kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í leiknum.

Villa mætir Fulham í úrslitaleik á Wembley 26. maí næstkomandi. Sigurvegarinn fylgir Wolves og Cardiff City upp í ensku úrvalsdeildina.

Villa féll niður í ensku B-deildina vorið 2016. Á síðasta tímabili gekk illa hjá Villa en gengið var mun betra í vetur. Birkir og félagar enduðu í 4. sæti deildarinnar og eru nú aðeins einum sigri frá því að vinna sér sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Viðræður hafnar við Martial

Enski boltinn

Tapið gegn Liverpool ekki síðasta hálmstráið

Enski boltinn

Lánsmaðurinn sem gerði Arsenal grikk

Auglýsing

Nýjast

Guðrún Brá í 39. sæti eftir tvo hringi

Dirk Nowitzki fékk ótrúlegar móttökur í nótt

Jussi hættir sem afreksstjóri GSÍ

Hildur og Martin valin best af KKÍ

Arnór Ingvi etur kappi við Chelsea

Liverpool mætir Bayern

Auglýsing