Aston Villa sem verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á komandi keppnistímabili eru að búa sig undir átökin þar þessa dagana.

Liðið lék vináttuleik við Minnesota United í Banda­ríkj­un­um í nótt og fór með 3-0 sigur af hólmi.

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skoraði eitt marka Aston Villa í leiknum með laglegum skalla sem sjá má hér að neðan.